Af vori og verkfalli
Loksins loksins loksins.... er komið vor!!! Ég hef aldrei hlakkað svona mikið til vorsins. Það gerðist eitthvað á föstudaginn og í gær gat ég loksins haft alla stóru gluggana mína galopna og húsið ilmaði af gróðri.
Það er mikið að gerast í Frakklandi þessa stundina. Það er allt að verða vitlaust út af nýjum vinnulögum ríkisstjórnarinnar og harðar mótmælagöngur hafa verið hér daglegt brauð síðustu vikurnar. Frakkar eru örugglega heimsmeistarar í mótmælagöngum og áðan gat ég fylgst með mótmælendum út um gluggann í vinnunni minni og hlustað á baráttusöngva.

Það er mikið að gerast í Frakklandi þessa stundina. Það er allt að verða vitlaust út af nýjum vinnulögum ríkisstjórnarinnar og harðar mótmælagöngur hafa verið hér daglegt brauð síðustu vikurnar. Frakkar eru örugglega heimsmeistarar í mótmælagöngum og áðan gat ég fylgst með mótmælendum út um gluggann í vinnunni minni og hlustað á baráttusöngva.

Það er stemning að fylgjast með þessu þó svo að ég sé ekki endilega 100 % sammála mótmælendum þessara vinnulaga. Hér er mikið atvinnuleysi og eiga þessi lög að hvetja atvinnurekendur til að ráða ungt fólk. Staðan er nefnilega sú að atvinnurekendur þurfa að borga svo gríðarlega há gjöld með hverjum starfskrafti til ríkisins - sem svo er næstum ómögulegt að reka ef hann stendur sig ekki. Með þessari vinnulöggjöf eiga atvinnurekendur miklu auðveldara með að reka óhæfan starfskraft og hafa leyfi til þess í tvö ár eftir að hann er ráðinn. En þó svo að þetta sé sjálfsagt ekki besta lausnin - er þetta hugsanlega eitthvað í áttina til að minnka atvinnuleysið. Er ekki betra að vinna eitthvað og eiga hugsanlega á hættu að vera rekinn en að vinna bara alls ekki neitt??

En á morgun fara allir í verkfall. Allir skólar eru lokaðir, lestirnar í lamasessi, póstþjónusta og rafmagn verður í ólagi. Allir standa saman gegn þessum vondu lögum. Ég ætla því bara að njóta vorsins heima með litlu skólastúlkunni minni - get ekki beint kvartað yfir því. Vive la France!