La vie en rose...

...glefsur úr lífi íslensk-franskrar fjölskyldu í úthverfi Parísarborgar...

08 mars 2006

Chocolat à Paris

Úff ég er búin að hafa það alltof gott síðustu daga. Mamma, pabbi og Árni voru í heimsókn og það er óhætt að segja að maður hafi verið gjörsamlega ofdekraður... Ég borðaði svo mikið súkkulaði að ég held ég sé bara komið með ógeð - og það er erfitt fyrir súkkulaðifíkil eins og mig!


Við fórum vítt og breitt um Parísarborg og þræddum kaffihúsin og söfnin. Til allrar hamingju var mamma með í för því hún gat leitt okkur í allan sannleikann um hinar ýmsu byggingar og götur borgarinnar, þeir sem mig þekkja vita að það er ómögulegt að stóla á mig í þeim efnum. Hmmm hmmm - ég lofa að vera betur undirbúin næst, ég hef bara ekki haft tíma til að dinglast inni í borginni og átta mig á áttum og öðru!

Það setti smá strik í reikninginn að Andrea fékk hlaupabólu daginn áður en þau komu! Hvernig er hægt að vera svona óheppin?? Það er þó jákvætt að hún skuli fá hlaupabóluna sem barn. Svilkona mín sagði mér frá hrakförum vinkonu sinnar sem fékk hlaupabóluna nokkrum dögum áður en hún gifti sig! Það verður að teljast enn meiri óheppni...
Þrátt fyrir það áttum við frábæra daga saman og hér eru nokkrar myndir - voilà!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home