La vie en rose...

...glefsur úr lífi íslensk-franskrar fjölskyldu í úthverfi Parísarborgar...

24 janúar 2006

Vor í lofti - eða þannig

Ég var að því komin að fara að skrifa montblogg í síðustu viku sem átti að bera titilinn "Vor í lofti". Ég var mjög sátt við það og keypti m.a.s. 2 sumarkjóla á Andreu og var farin í huganum að plana grillveislur í garðinum.

Í dag er hins vegar nístingskuldi þrátt fyrir glaðasólskin og eins og allir vita er 1°c í Evrópu eins og -10°c á Íslandi.

Það sem mér finnst verst við að búa hér í kulda er að það verður svo hryllilega kalt inni í húsunum. Og það er alveg óþolandi að vera kalt inni hjá sér. Þá þrái ég ekkert meira en að fara í dásamlegt heitt bað (þar sem við erum ekki með baðkar) - og skil ekkert í því að ég skuli ekki fara oftar í bað þegar ég er á Íslandi. Þar hins vegar hef ég ekki þessa löngun - því það er alltaf svo heitt inni í húsunum.

Þegar það er svona kalt þá skil ég líka vel það sem maður hefur oft heyrt frá útlendingum "Úff, ég gæti aldrei átt heima í köldu landi" - því þeir upplifa kuldann öðruvísi en við. Kuldinn hefur eiginlega sjaldan truflað mig mikið á Íslandi, alla vega svona í minningunni :D og alls ekki eins og hér...

Auðvitað er hægt að kynda húsin og það reyni ég að gera. Þegar við Berglind bjuggum heilan vetur í Aix held ég að við höfum tvisvar kveikt á ofninum. Við vorum alltaf að spara. Á mínu heimili er það François, mér til mikillar gremju, sem er alltaf að spara. Hann hleypur á eftir mér og slekkur á ofnunum. Þannig að ég verð að láta mig hafa það að ganga um í ullarpeysu með rautt nef heima hjá mér - og láta mig dreyma um betri tíð með blóm í haga...

3 Comments:

At 9:53 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Þetta eru dásamlegar lýsingar Lilja, ég veit að hann Ási myndi haga sér alveg eins!!
Kveðja Björg

 
At 1:00 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Manstu hvað það var líka hræðilegt að koma úr baði eða að fara að sofa alltaf í nístingskulda, jesús minn. Ég hika ekki við að hækka aðeins í ofnunum hér í Lúx, ég meika ekki að vera að FRJÓSA úr kulda heima hjá mér:o)
Respect,
Berglind

 
At 1:20 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég man það mjög vel Berglind - ég upplifi það aftur núna!!
Mér fannst samt verst í Aix að fara fram úr rúminu á morgnana, það var hryllingur. Það er það eina sem hefur breyst hjá mér núna, François "leyfir" mér að hafa kveikt á ofninum í svefnherberginu ;D

 

Skrifa ummæli

<< Home