La vie en rose...

...glefsur úr lífi íslensk-franskrar fjölskyldu í úthverfi Parísarborgar...

11 janúar 2006

French Women don't get fat


er titillinn á bráðskemmtilegri og athyglisverðri bók eftir Mireille Guiliano, forstjóra Veuve Cliquot kampavínsfyrirtækisins í Bandaríkjum. Í stuttu máli segir hún frá því þegar hún, sem ung stúlka, fór sem skiptinemi til Bandaríkjanna og kom heim til Frakklands ári seinna, 10 kg þyngri - eða eins og kartöflupoki í laginu eins og faðir hennar orðaði það svo snyrtilega. Hún segir svo frá því hvernig franski heimilslæknirinn hennar læknaði hana með því einu að minna hana á lífsstíl franskra kvenna (sem hún hafði hætt að lifa eftir í Bandaríkjunum). Bókin er athyglisverð fyrir þær sakir að hún útskýrir hvernig konur geta drukkið kampavín, borðað súkkulaði og þriggja rétta máltíðir í hádeginu og á kvöldin - á hverjum degi, án þess að fitna nokkurn tímann.

Og þetta er staðreynd... frekar pirrandi staðreynd fyrir okkur hinar. Það er mjög sjaldgæft að sjá þéttvaxnar konur hér á götum úti. FEITAR konur sjást hvergi.

Í dag byrjuðu útsölur í París. Ég þaut af stað í hádeginu og tróð mér inn í eina af mínum uppáhalds búðum, Comptoir des Côtonniers, og varð þar vitni að samtali milli tveggja franskra kvenna:

- Julie, ert þetta þú?
- Ahh, Christine, gaman að sjá þig!
- Á að fara að dressa sig upp?
- Já, þetta er svo æðisleg útsala. Það er verst hvað það er margt fólk hérna.
- Alveg troðið. En maður verður að drífa í þessu því annars klárast allar réttu stærðirnar.
- Einmitt, það er varla neitt eftir hér í small og x-small.
- Nákvæmlega, alveg glatað!


Það er nú eins og mig minnir að þegar útsölur hafa staðið yfir lengi á Íslandi, þá er einmitt ekkert eftir nema XS og S.... humm humm.


7 Comments:

At 3:48 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Senda þessar frönsku bara hingað þegar ekkert er eftir nema XS og S, hér myndu þær komast í feitt!

Gaman að lesa hjá ykkur og takk kærlega fyrir jólakortið! Ég vissi ekki heimilisfangið úti og fattaði náttúrulega ekki að senda það í Ljósalandið :(

 
At 12:22 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

J'ai fait 48 pousées hier.

 
At 1:45 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Þetta er dásamlegt, ég gæti örugglega fengið eitthvað á mig á þessum útsölum.
mamma

 
At 1:30 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég vard nú svolítid hissa hér á Kanarí hvad breskar konur eru ógedslegar feitar! Alltaf thegar ég sé feitt barn eda konu-hugsa ég, hmmmmm.... Ameríkani! En thá kemur í ljós ad thetta eru alltaf Bretar. Oh my god....

 
At 2:42 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hahahaha þetta er týpískt. Þær borða náttúrulega ekki neitt. Ég þarf nú að lesa þessa bók, kannski maður læri einhver góð trix....

Heyrumst,
Berglind

 
At 11:33 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég er spennt að lesa þessa bók - í millitíðinni finnst mér að þú ættir að draga saman helstu atriðin úr henni og skella á bloggið þitt :Þ

Skemmtileg saga annars af stærðavandamáli franskra kvenna :)

 
At 10:13 e.h., Blogger Hildur Finnbogadóttir said...

Hæ, hæ
ég er einmitt að lesa þessa bók, nema hjá mér heitir hún: ,,franske kvinder bliver ikke fede". Mér finnst hún rosa skemmtileg og full af sniðugum ráðum og góðum uppskriftum.

 

Skrifa ummæli

<< Home