French Women don't get fat

er titillinn á bráðskemmtilegri og athyglisverðri bók eftir Mireille Guiliano, forstjóra Veuve Cliquot kampavínsfyrirtækisins í Bandaríkjum. Í stuttu máli segir hún frá því þegar hún, sem ung stúlka, fór sem skiptinemi til Bandaríkjanna og kom heim til Frakklands ári seinna, 10 kg þyngri - eða eins og kartöflupoki í laginu eins og faðir hennar orðaði það svo snyrtilega. Hún segir svo frá því hvernig franski heimilslæknirinn hennar læknaði hana með því einu að minna hana á lífsstíl franskra kvenna (sem hún hafði hætt að lifa eftir í Bandaríkjunum). Bókin er athyglisverð fyrir þær sakir að hún útskýrir hvernig konur geta drukkið kampavín, borðað súkkulaði og þriggja rétta máltíðir í hádeginu og á kvöldin - á hverjum degi, án þess að fitna nokkurn tímann.
Og þetta er staðreynd... frekar pirrandi staðreynd fyrir okkur hinar. Það er mjög sjaldgæft að sjá þéttvaxnar konur hér á götum úti. FEITAR konur sjást hvergi.
Í dag byrjuðu útsölur í París. Ég þaut af stað í hádeginu og tróð mér inn í eina af mínum uppáhalds búðum, Comptoir des Côtonniers, og varð þar vitni að samtali milli tveggja franskra kvenna:
- Julie, ert þetta þú?
- Ahh, Christine, gaman að sjá þig!
- Á að fara að dressa sig upp?
- Já, þetta er svo æðisleg útsala. Það er verst hvað það er margt fólk hérna.
- Alveg troðið. En maður verður að drífa í þessu því annars klárast allar réttu stærðirnar.
- Einmitt, það er varla neitt eftir hér í small og x-small.
- Nákvæmlega, alveg glatað!
Það er nú eins og mig minnir að þegar útsölur hafa staðið yfir lengi á Íslandi, þá er einmitt ekkert eftir nema XS og S.... humm humm.

7 Comments:
Senda þessar frönsku bara hingað þegar ekkert er eftir nema XS og S, hér myndu þær komast í feitt!
Gaman að lesa hjá ykkur og takk kærlega fyrir jólakortið! Ég vissi ekki heimilisfangið úti og fattaði náttúrulega ekki að senda það í Ljósalandið :(
J'ai fait 48 pousées hier.
Þetta er dásamlegt, ég gæti örugglega fengið eitthvað á mig á þessum útsölum.
mamma
Ég vard nú svolítid hissa hér á Kanarí hvad breskar konur eru ógedslegar feitar! Alltaf thegar ég sé feitt barn eda konu-hugsa ég, hmmmmm.... Ameríkani! En thá kemur í ljós ad thetta eru alltaf Bretar. Oh my god....
Hahahaha þetta er týpískt. Þær borða náttúrulega ekki neitt. Ég þarf nú að lesa þessa bók, kannski maður læri einhver góð trix....
Heyrumst,
Berglind
Ég er spennt að lesa þessa bók - í millitíðinni finnst mér að þú ættir að draga saman helstu atriðin úr henni og skella á bloggið þitt :Þ
Skemmtileg saga annars af stærðavandamáli franskra kvenna :)
Hæ, hæ
ég er einmitt að lesa þessa bók, nema hjá mér heitir hún: ,,franske kvinder bliver ikke fede". Mér finnst hún rosa skemmtileg og full af sniðugum ráðum og góðum uppskriftum.
Skrifa ummæli
<< Home