Tusind tak til Icelandair!
Það var seinkun á fluginu okkar til Kaupmannahafnar og við misstum af fluginu til Parísar. Við græddum því hótelnótt og heilan dag í Köben í boði Icelandair. Ég hef ekki komið þangað síðan við Inga eyddum þar nokkrum dögum í ágúst 1995, geðveikar pæjur fra Island og hittum þar tvo sæta Hollendinga og máluðum bæinn rauðan.
Köben er alltaf jafnljúf og þar er svo notalegt að vera. Ég hef nú komið þangað nokkuð oft, sennilega næstum 10 sinnum og Francois hafði komið þangað einu sinni, þegar hann var Erasmus nemi í Svíþjóð. Hann mundi ekkert þaðan - ruglaði borginni við Amsterdam - og vissi ekkert hvort hann hefði gist þar eður ei. Eina sem hann mundi var að hann hafði farið til Christianiu, er þá nú nema furða að hann muni ekkert annað?? Hér eru nokkrar myndir frá deginum.


3 Comments:
Hæ Lilja!
Ég frétti af litla ævintýrinu. Ekki slæmt að "þurfa" að vera í Köben.
Rosalega gaman að hitta þig og Andreu um daginn.
Kveðja Greta
Hvernig væri nú að útskýra þetta aðeins nánar?
Varstu búin að lesa bloggið frá Árna? Þ.e. pistilinn God bless Iceland Express. Mæli með að þessir tveir séu lesnir til samanburðar. Kv. mamma
Skrifa ummæli
<< Home