La vie en rose...

...glefsur úr lífi íslensk-franskrar fjölskyldu í úthverfi Parísarborgar...

12 desember 2005

"Vous avez un kleenex?"



Ég varð pínulítið "franskari" síðastliðinn föstudag. Ég opnaði 10 pakka kleenexpakkann sem ég fann heima, tók einn og setti hann í handtöskuna mína. Þá um morguninn varð ég loksins eins og allir hinir í lestinni þegar ég dró upp pakkann góða og snýtti mér vel og vandlega. Úff, þvílíkur munur, þetta var allt annað líf, nú þurfti ég ekki stanslaust að sjúga upp í nefið og hljóta að launum undrun og óumbeðin augnaráð samferðarfólks míns.

Þegar ég bjó í Aix fyrir nokkrum árum síðan voru það við Berglind sem litum flissandi hvor á aðra þegar við heyrðum penar franskar stúlkur snýta sér fyrir framan alla eins og gamlir neftóbakskarlar. Okkur datt hins vegar ekki til hugar að einhverjum fyndust dónaleg þessi penu soghljóð sem komu frá okkur... Little did we know í þá daga í okkar stóru buffalo skóm sem engri nettri franskri stúlku hefði komið til hugar að stinga svo mikið sem stóru tánni ofaní. En það er allt önnur saga...

"Les temps changent" eins og snillingurinn Mc Solaar sagði eitt sinn og ég er mjög ánægð með nýja kleenex pakkann í töskunni, ég sló alveg í gegn með hann um helgina og gat lánað öllum þeim sem þess óskuðu dýrmæt kleenexbréf. "Vous avez un kleenex?" (eigið þér pappírsvasaklút?") er nefnilega mjög algeng spurning hér á götum Parísar. Ég hef hingað til alltaf þurft að stóla á François varðandi þessi mál og það hefur ekki brugðist hingað til, maðurinn fer auðvitað aldrei út úr húsi nema með kleenex í vasanum. Núna er ég hins vegar orðin mun sjálfstæðari og ...fágaðri og ég er fegin að dagar óviðeigandi soghljóða eru taldir!

5 Comments:

At 11:29 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ elsku Lilja mín, æðislega krúsidúlluleg síða... Æðislegt, nú get ég fylgst með þér betur en áður :)

 
At 6:50 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

þú verður að sjúga upp í nefið þegar þú kemur til Íslands. Það er dónaskapur að snýta sér við matarborðið eins og Francois gerði hérna um árið. Það var virkilega óviðeigandi

 
At 8:57 e.h., Blogger Lilja said...

Ég gæti ekki verið meira sammála Trausti, but when in Rome, do as the Romans

 
At 4:03 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Þakka þér fyrir þennan pistil, Lilja mín. Nú verð ég mér örugglega ekki til skammar næst þegar ég kem til Frakklands.

Þinn ástkæri faðir

 
At 10:05 e.h., Blogger Arni said...

Ég kannast aðeins við þetta snýtidæmi héðan úr Niðurlöndum. Þeir eru með margar skrítnar reglur eins og t.d. á maður helst ekki að snerta á sér andlitið með puttunum... Annars hafa það aðallega verið Belgar og Ítalir sem snýta sér fram og til baka. Ég tek hins vegar hraustlega á því í sogunum, enda er ég hvorki í Róm eða Brussel.

 

Skrifa ummæli

<< Home