La vie en rose...

...glefsur úr lífi íslensk-franskrar fjölskyldu í úthverfi Parísarborgar...

26 desember 2005

Gleðileg jól - Joyeux noël

Við fjölskyldan flugum yfir sjó og land til að njóta jólanna á Íslandinu góða.


Það var að venju bróðir minn Árni hinn heppni sem hlaut möndluna í jólagrautnum.

Eftir hádegið vorum við systkinin að skreyta jólatréð þegar allt í einu og öllum að óvörum heyrðust mikil hróp og köll úti í garði. Viti menn, þarna var kominn kertasníkir sjálfur.





Andrea var eiginlega alveg skelfingu lostin og ríghélt í mig meðan á heimsókn jólasveinsins stóð!

Nú var farið að dimma og Andrea komin í sparifötin. "Eru þessi jól ekki að fara að koma"?


Að messu lokinni var skálað í kampavíni og jólunum fagnað. Þessi skemmtilega venja komst á eftir að François kom í fjölskylduna.



Auðvitað borðuðu allir yfir sig, Platon þar meðtalinn, en það er svo gott svona stöku sinnum :þ


0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home