La vie en rose...

...glefsur úr lífi íslensk-franskrar fjölskyldu í úthverfi Parísarborgar...

13 desember 2005

Sigurboginn er það fyrsta sem ég sé...


...þegar ég hleyp út úr lestinni á hverjum morgni. Mér finnst hann alltaf jafnstórfenglegur!

Sögulexía dagsins:
Sigurboginn var byggður í upphafi 19. aldar til að fagna sigri Napóleons á Austurríki í Austerlitz þann 2. desember 1805. Chalgrin nokkur hannaði bogann og hafist var handa við byggingu hans árið 1806 og tók hún 30 ár. Sigugurboginn er 50 metra hár og 45 metra breiður. Boginn er skrýddur ljónum, höfðum, grímum, sverðum, nöfnum á stríðsmönnum og listum yfir hernaðarlega sigra Frakka.

Var þetta nú ekki áhugavert??
Sigurbogann umlykur stærsta hringtorg sem ég hef séð og það er mér gjörsamlega óskiljanlegt að fá nokkurn botn í hvernig bílarnir komast inn og hvað þá út af því. Ég veit um íslenskan lögfræðiprófessor sem var næstum búin að sækja um skilnað við eiginmann sinn eftir að hafa keyrt þar um !!

Út úr hringtorginu liggja 12 stórkostlegar breiðgötur, ein þeirra er hin fræga Champs-Elysées og önnur þeirra er avenue Kléber, og þar er vinnustaðurinn minn :D

2 Comments:

At 4:29 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Merci beaucoup!
Au revoir

 
At 2:33 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ en gaman að þið séuð með síðu. Annars er allt fínt að frétta af okkur hér á klakanum, vonandi að við getum hist með stínu og öllum þessum börnum okkar næst þegar þið verðið á landinu.
Bestu jólakveðjur
Hulda

 

Skrifa ummæli

<< Home