La vie en rose...

...glefsur úr lífi íslensk-franskrar fjölskyldu í úthverfi Parísarborgar...

08 janúar 2006

Af dada-isma...



Við fjölskyldan eyddum laugardeginum í Pompidou safninu, sem er Nýlistasafn Parísar. Ég fór þangað fyrst 15 ára gömul með famílíunni og á þaðan góðar minningar. Francois hafði hins vegar aldrei komið þangað, sem er svo sem alveg dæmigert, aldrei hef ég heldur farið á Vestfirðina - þangað sem allir útlendingar fara. Hann skammaðist sín samt fyrir það og bað mig að nefna það ekki við nokkurn mann - sem ég geri að sjálfsögðu ekki :D.

Í safninu var m.a. tímabundin DADA sýning og henni lauk í dag. Þegar við fórum upp rúllustigann meðfram húsinu og þaðan sem maður sér innganginn og torgið fyrir framan safnið, tókum við eftir því að röðin fyrir framan safnið var orðin ískyggilega löng. Enginn vildi greinilega missa af DADA sýningunni. Þegar við höfðum lokið heimsókn okkar á safninu (við fórum sem sagt ekki á DADA sýninguna, því röðin þangað inn var klukkutíma löng) litum við aftur út á torgið þar sem allir menningarvitar Parísarborgar höfðu safnast saman. Við erum að tala um 2ja tíma röð til að komast inn í anddyri safnsins, klukkutíma röð til að kaupa miðana og svo klukkutíma röð til að komast inn á þessa æðisgengnu DADA sýningu. Ég er viss um að DADA sýningin hefur verið skemmtileg en kommon, 4ra tíma bið... er það ekki bara snobb?


1 Comments:

At 10:06 f.h., Blogger Valdis said...

Hæ skvís, var að kíkja á síðuna fyrst núna! Ekkert smá flott, á eftir að fylgjast með ykkur hérna inni :)
Knús frá Ambassade, Valdís

 

Skrifa ummæli

<< Home