La vie en rose...

...glefsur úr lífi íslensk-franskrar fjölskyldu í úthverfi Parísarborgar...

14 janúar 2006

Er pabbi Meistarinn???


Stundin nálgast – spennan er í hámarki.

Pabbi minn er meistari í svo ótal mörgu. Hann vann til dæmis uppskriftakeppni hér um árið og hlaut að launum glæsilega matvinnsluvél. Hann tók einnig þátt í spurningakeppni hjá Bryndísi Schram á Stöð tvö fyrir allnokkuð löngu síðan og vann þar myndbandstæki (mjög glæsileg verðlaun á þeim tíma :D). Pabbi minn er líka meistari í að semja sniðug, falleg, hnyttin og stuðluð kvæði um allt og alla á no time og hefur kveðsskapur hans löngum verið hápunkturinn í öllum helstu veislum landsins.

Pabbi er með ótrúlega gott minni og hann getur auðveldlega farið með öll þýsku ljóðin sem hann lærði í menntaskóla og hann getur enn auðveldlega slegið um sig á latínu. Ég lærði það nákvæmlega sama og hann 28 árum síðar og ég man bókstaflega ekkert, ja nema kannski Röslein röslein röslein rot, röslein auf dem Heiden.

En er pabbi Meistarinn hans Loga Bermanns? Það kemur allt í ljós á fimmtudagskvöldið... GO GO pabbi!!

2 Comments:

At 4:07 f.h., Blogger Unnur Gyda Magnusdottir said...

Hæ frænka! Gaman að geta fylgst með lífinu í France. Þú verður að setja inn fréttir af meistaranum að keppni lokinni.. svona fyrir okkur Stöðvar_2_lausu_andfætlingana!

Bið að heilsa Herranum ;o)

Sólarkveðjur
Unnur Gyða

 
At 11:59 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég ætla að halda með pabba þínum. Búin að sjá kynninguna á þættinum :-)

Greta

 

Skrifa ummæli

<< Home