14-0.... smá mont...!

Vísir, 19. Janúar 2006 22:41
Meistarinn á Stöð 2:
Deildarstjórinn lagði talsmann neytenda
Stefán Már Halldórsson deildarstjóri starfskjaradeildar hjá Landsvirkjun lagði Gísla Tryggvasyni talsmann neytenda í spurningaþættinum Meistaranum sem fram fór á Stöð 2 í kvöld.
Þessi fjórða viðureign fyrstu umferðar var tvísýn framan af en undir lokin tók Stefán Már afgerandi forystu og sigraði 14-0 eftir að Gísli hafði glatað öllum sínum stigum í síðasta lið keppninnar. Hinn 56 ára gamli félagi í karlakórnum Fóstbræðrum til 24 ára sýndi víðtæka þekkingu og nýttist áhugi hans á tónlistinni vel er hann fékk þrjú stig fyrir að svara rétt spurningunni hvaða djasssveit hefði upphaflega flutt standardinn "Take Five": Dave Brubeck Quartet. Stefán Már hefur nú tryggt sér þátttökurétt í annarri umferð Meistarans og þokast nær sigurlaununum, sem eru fimm milljónir króna í beinhörðum peningum.
2 Comments:
Ég gratúlera Lilja mín, pabbi þinn bara að gera góða hluti í sjónvarpinu. Það er vonandi að hann vinni keppnina að lokum. Heyrumst sæta mín,
Berglind
Til hamingju með pabba þinn. Ekkert smá góður;)
Gaman að fá að fylgjast með þér og þínum á þessari flottu síðu.
Kv.
Arna
Skrifa ummæli
<< Home