La vie en rose...

...glefsur úr lífi íslensk-franskrar fjölskyldu í úthverfi Parísarborgar...

19 janúar 2006

Platon er flottastur


Ég má til með að óska Platoni til hamingju með 7 ára afmælið sitt. Honum tókst það sem fáum hundum tókst, að koma fram í vinsælum sjónvarpsþætti - og það á sjálfan afmælisdaginn sinn, þar sem hann var sjálfum sér til mikils sóma. Geri aðrir hundar betur segi ég nú bara.

Platon hefur löngum þurft að þola að grín sé gert að honum í tíma og ótíma, allt í góðu auðvitað. Oft er t.d. vitnað í skemmtilegu smábarnabókina um hann Stubb, þegar bræður hans Óli og Pétur mættu hundi og sögðu við hann: "Farðu burt heimski hundur". Pabbi notar þessa setningu á Platon óspart og finnst öllum það voða fyndið. Það gleymdist samt að hugsa út í það að litla barnið í fjölskyldunni tekur auðvitað öllu bókstaflega og þegar við lesum saman Stubb á hverju kvöldi og Pétur og Óli segja við vesalings hundinn "Farðu burt heimski hundur" segir Andrea alltaf: "Eins og afi segir alltaf" :) Gæti misskilist svona hjá þeim sem ekki þekkja þessar heimsbókmenntir.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home