La vie en rose...

...glefsur úr lífi íslensk-franskrar fjölskyldu í úthverfi Parísarborgar...

11 febrúar 2006

Kæra dagbók...

Verð að viðurkenna að ég hef verið í smá bloggkreppu undanfarið. Var nefnilega alveg búin að gera það upp við mig fyrir löngu síðan að ég ætlaði aldrei að byrja að blogga. Þetta var bara not mæ þing jú nó. Auðvitað breyttist viðhorfið svolítið þegar ég ákvað að flytja til Frakklands því þetta er jú ágætis aðferð við að leyfa vinum og vandamönnum að fylgjast með stöðu mála hér á meginlandinu.

Á mínum yngri árum var ég afar iðinn bréfaskrifari. Ég átti á tímabili yfir 10 pennavinkonur út um allan heim og ég þreyttist aldrei við að veita þessum ókunnugu stúlkum fullkomna innsýn í mitt daglega líf. Þegar ég fór í þriggja vikna sumarfrí til útlanda skrifaði ég samviskusamlega a.m.k. eitt bréf á viku til nánustu vina og ættingja. Þegar ég byrjaði að vinna úti á landi 15 ára gömul (og kom NB heim um helgar) skrifaði ég vinkonum mínum bréf úr sveitinni...!

Af hverju ætti ég því ekki að blogga núna? Jú, nefnilega því mig langaði ekki til að skrifa blogg í “kæru dagbókar-stíl”. Mig langaði miklu frekar til að skrifa sniðuga pistla um “töff týpu í tískuborginni” (moi, ef nokkur skyldi velkjast í vafa :D) – svona à la Carrie Bradshaw.

Því miður, verð að viðurkenna það, er þetta ekki alveg að ganga upp. Enda eigum við ekkert svo mikið sameiginlegt, ég og Carrie. Ég er ekki einu sinni með skóæði.
Hér kemur því það sem ég var að reyna að útskýra: ég er afar hrædd um, ef ég á að halda áfram að blogga, að það verði svona “kæru dagbókar-blogg” ...


Í dag, í stað þess að snæða hádegisverð á Le Georges (eins og Carrie gerði) og fara í verslunarleiðangur í Dior – hékk ég heima og þvoði baðherbergið, setti í þvottavélar og skúraði gólf meðan Andrea hlustaði á Kalla á þakinu. Voilà ma vie parisienne – svona var nú Parísarlífið mitt í dag!

4 Comments:

At 6:00 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Þetta er bara að ganga ágætlega hjá þér Lilja mín þó svo að bólfarir þínar og vinkvenna þinna komi hvergi við sögur (sbr. Carrie Bradshaw). Engar áhyggjur. Eins og máltækið segir "æfingin skapar meistarann" !!

 
At 10:44 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

mér finnst þetta ljómandi fínt blogg, mér finnst alltaf gaman að vita hvað vinir mínir eru að gera á spennandi slóðum.
Vertu bara dugleg að skrifa.....það er best.

 
At 7:09 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ Lilja, ég var ótrúlega sein að finna bloggið þitt en það er mjög gaman að fylgjast með daglegu lífi í París. Ég á við sama vandamál að stríða, það er ekkert alltaf að gerast eitthvað svakaspennandi hjá manni en það er samt eins og fólki finnst gaman að heyra fréttir af ekki neinu, sérstaklega ef það gerist í útlöndum. Endilega haltu áfram að skrifa!

 
At 4:26 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

...please where can I buy a unicorn?

 

Skrifa ummæli

<< Home