La vie en rose...

...glefsur úr lífi íslensk-franskrar fjölskyldu í úthverfi Parísarborgar...

14 febrúar 2006

Delarue með meiru


4 sjónvarpsþættir sem ég elska að horfa á:
Þeir eru nokkuð margir en þar sem ég bý langt frá amerískri siðmenningu fæ ég þeirra því miður ekki notið !
-The Office
-SATC
-Desperate housewives
-Ca se discute (sjá mynd af stjórnendanum, Jean-Luc Delarue (ísl. = af götunni) sem er uppáhaldið mitt í frönsku sjónvarpi

Ég var eiginlega svona eftirá að hyggja nokkuð djúpt sokkin í raunveruleikasjónvarpsþætti, hafði t.d. varla misst af einum einasta Survivor þætti frá upphafi! Amazing Race og the Apprentice komu líka sterkir inn. Er bara nokkuð fegin að detta ekki inn í svona þætti hér...!

4 kvikmyndir sem ég get horft á aftur og aftur:

- The Sound of Music er mynd sem ég hef horft á sennilega 50 sinnum. Þegar ég var yngri þá gat ég ekki ímyndað mér neitt dásamlegra en að syngja og dansa í Ölpunum :D Kann öll lögin utanað, geri aðrir betur. Önnur mynd sem ég hef líka séð endalaust oft og ég elska er My Fair Lady.
-L'Auberge Espagnole, eða The Spanish Appartment eins og hún heitir á ensku er mynd sem ég fór á 2 sinnum í bíó og mér finnst hún algjört æði. Minnir mig á árið mitt í Aix.
-Le fabuleux destin d'Amélie Poulain er líka mynd sem ég sá 2 í bíó og hef horft á örugglega 3 eftir það. Hún er frábær.
-Er söngleikjafrík eins og sést á fyrsta svari mínu í þessum flokki og fílaði Moulin Rouge í botn á meðan sumir fóru út af henni í bíó. Hef séð hana tvisvar... er annars voða lítið fyrir að sjá myndir oftar en einu sinni.

4 heimasíður sem ég dinglast inn á daglega (reyndar ekki daglega þar sem ég hef því miður ekki alltaf tíma...)

-www.mbl.is - verð að viðurkenna að ég strolla alltaf fyrst að slúðrinu, tékka alltaf spennt á hverjum morgni hvaða markverðu atburðir hafa gerst í lífi stjarnanna. (Les auðvitað fréttirnar líka...)
-www.iceland.org/fr þar sem ég sé um hana í vinnunni...
-www.gmail.com
-fullt af bloggsíðum og "konur í átaki" síðum (svona to get inspired)

4 uppáhalds "máltíðir":

-weetabix og haframjöl með undanrennu. Þegar ég var lítil fannst mér hvort tveggja svo gott að ég átti erfitt með að velja á morgnana. Ég brá þá stundum á það ráð að blanda því saman. Andrea hefur erft þetta frá mér og ég er ekki ósátt við það. Hér í Frakklandi get ég þó ekki borðað þetta því ég er algjör gikkur á mjólk og get ekki hugsað mér t.d. weetabix drekkt í mjólk...
-hakk og spaghettí með smjörva og osti
-heitt súkkulaði með rjóma (erfitt að vera í átaki með svona smekk)
-jóla-aspassúpan hennar mömmu

4 geisladiskar sem ég get hlustað á aftur og aftur:
-Keane, "Hopes and Fears"
-Coldplay - allir
-Radiohead, "OK Radio"
-Cranberries, allir
-Ég get líka hlustað á Kent, Serge Gainsbourg, Grieg, alla Bítladiskana og Madonnu aftur og aftur, þetta er erfitt val...

4 sem ég "næli" í (það eru samt allir að verða búnir að þessu)
-Inga
-Hildur
-Árni
-Unnur Gyða

2 Comments:

At 7:17 e.h., Blogger Arni said...

Hvað þíðir það að það sé búið að "næla í" mig???
Það er auðvitað bara sorglegt að þú eigir ekki lengur möguleika að sjá Survivor, enda um klassískt viðfangsefni að ræða. Mæli með því að þú tékkir á verkfræði-spennu þættinu Prison Break ef hann fer í sýningu í Frakklandi.

 
At 9:37 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Þakka þér fyrir ábendinguna Árni. Ég er ekki alveg að ná því hvernig verkfræði og spenna getur átt saman, en athyglisverðir hljóta þeir að vera!

 

Skrifa ummæli

<< Home