La vie en rose...

...glefsur úr lífi íslensk-franskrar fjölskyldu í úthverfi Parísarborgar...

18 júní 2007

Engar fréttir - góðar fréttir

Kæru lesendur nær og fjær,

Engar fréttir = góðar fréttir.
Meira um þær á næstunni.

Varð að deila með ykkur mjög svo sjokkerandi samtali sem ég átti við dóttur mína varðandi vinskap hennar við Aminu sem hefur verið besta vinkona hennar síðan hún byrjaði í skólanum hér í Frakklandi:

Andrea: Mamma, hún Rim er ekki góð.
Ég: Rim sem er með þér í bekk? Af hverju ekki elskan mín?
Andrea: Af því hún segir að ég megi ekki leiða Aminu af því að ég er ekki "arabe" (=arabi, barnið hefur auðvitað ekki hugmynd hvað það er).

Ég varð algjörlega kjaftstopp. Ég bara get ekki skilið foreldra sem flokka leikskólabörn eftir kynþætti og trúarbrögðum, og í þessu tilfelli segja börnunum sínum til um hverjir megi vera vinir þeirra og hverjir ekki. Mér finnst þetta ótrúlega sorglegt.

4 ára bekkjarsystur þeirra Andreu og Aminu
finnst vinskapur þeirra heldur óæskilegur í ljósi ólíks uppruna....

4 Comments:

At 2:06 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Þetta er virkilega ógeðfeld saga. Maður verður bara reiður við það að lesa þetta. Ógeðisviðbjóðs skítuga rasistapakk. Maður á ekki að hika við að hrækja framan í fólk sem elur börnin sín svona upp.

 
At 8:27 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég er miður mín að lesa þetta. Hugga mig þó við að Andrea fær mun betra uppeldi en þessi litla stúlka. Mikið er samt gaman að þú skrifir örlítið blogg ;-)

 
At 12:24 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Halló, heilt sumar, gifting, nýtt hús, nýr skóli - engar fréttir?

 
At 8:50 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

...........

 

Skrifa ummæli

<< Home