La vie en rose...

...glefsur úr lífi íslensk-franskrar fjölskyldu í úthverfi Parísarborgar...

14 október 2006

Vettlingarnir "ódýru"

Hvernig er hægt annað en að dekra við svona ótrúlega sæta stelpu?

Í lok sumars sá ég "sett" í einni af uppáhalds barnabúðunum mínum, Catimini, húfu, trefil og vettlinga. Og þetta var ekkert venjulegt sett, þetta var það allra sætasta sett sem ég hafði séð.

Af því ég keypti slatta hjá þeim á útsölunni í sumar fékk ég 15 € afslátt á haustvörunum, þ.e. ef ég keypti fyrir ákveðna upphæð. Þar sem ég vildi auðvitað ekki tapa heilum 15 € sá ég mig tilneydda til að versla umrætt sett. Húfan og trefillinn voru nauðsyn og vettlingarnir, jú þeir voru ansi dýrir fyrir vettlinga, alveg yfir 20€ - en hey, ég fékk þá næstum því ókeypis.

Dóttir mín varð voða hrifin þegar hún sá þetta dýrindis sett og vildi ólm fara með flísfóðraða húfuna með sætu dúskunum í skólann við sumarkjólinn. Ég reyndi að semja því mér fannst það nú einum of í rúmlega 20 stiga hita og við vorum sammála um að hún mætti fara með fínu vettlingana í skólann.

Nema hvað - auðvitað kom hún ekki með nema einn heim... Það hafði nefnilega akkúrat verið skólaferðalag þann daginn og hún hafði farið með vettlingana í rútuna, misst annan á gólfið, ekki fundið hann og ekki þorað að biðja um hjálp... :(

Ætli ég hafi ekki verið mest vonsvikin en hún reyndi að hughreysta mig eftir bestu getu: "Mamma, þetta er allt í lagi, þú þarft bara að kaupa einn vettling".

5 Comments:

At 3:03 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

LILJA! Ég neita að trúa því að sonur minn sé líka orðinn svona stór; dóttir þín er UNGLINGUR hún er svo fullorðin á myndinni... en þvílíka fegurðardísin;-)
Leiðinlegt með vettlingina en ...
-æ kann ekki að skrifa "svona er lífið á frönsku ;-)

 
At 3:11 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ó! þarf greinilega að passa íslenskuna mína - ætlaði auðvitað að tala um vettlingana en ekki vettlingina - flott orð samt :-)

 
At 4:51 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Kannast svo við þetta vesen, kenni yfirleitt honum Ása mínum um þetta hehe! Var einmitt að finna eitt vettlingaparið hans Freys í dúnúlpunni minni um helgina sem ég hélt að væri alveg gone fyrir löngu síðan! Góðar stundir :o) kveðja Björg

 
At 2:17 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Við Andrea þurfum að skeppa saman út í búð og kaupa einn vettling. Þetta er mál fyrir ömmu:-) Við þurfum bara að vita hvar búðin er...

 
At 2:21 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

..og koss til Andreu fyrir fallega kortið sem pósturinn kom með handa okkur í dag. Andrea tók það skýrt fram að ég mætti alls ekki gefa neinum myndina og spurði hvort ég gæti ekki alveg haft það með í vinnuna.

 

Skrifa ummæli

<< Home