Paradís á jörðu??

Við heimsóttum heimili og garða málarans Claude Monet í dag og ég er ekki frá því að það sé einn fallegasti staður sem ég hef verið á. Ég var sennilega um 12 ára þegar ég gaf foreldrum mínum Monet dagatal í jólagjöf. Þá vissi ég reyndar ekki að móðir mín er á móti stórum dagatölum - held reyndar að hún hafi verið glöð með dagatalið, enda var það einstaklega fallegt, og útskornar myndirnar hanga enn á skrifstofu föður míns. Síðan þá hefur Monet verið einn uppáhalds málarinn minn og ég hef lengi látið mig dreyma um staðinn þar sem þessi mynd var máluð á:

Og viti menn - ég var þar í dag. Þvílík ró og fegurð. Monet hlýtur að teljast einn af 10 bestu málurum sögunnar og það spillti ábyggilega ekkert að hafa þetta fyrir augum...




7 Comments:
Þvílík fegurð, þú verður að fara með okkur þangað í sumar:-)
mamma
Æðislegur staður, og Andrea er algjört æði!!
Non, ce n'est pas paradis sur la planète, il est Paris sur la planète.
Trausti minn, hættu að villa á þér heimildir...
Ertu ekki glaður, það eru bara 8 dagar þangað til þú hittir ædolið þitt??
Sys
En flott! Sem betur fer hefur veðrið hér heima verið dásamlegt, annars myndi maður hoppa upp í næstu vél til þín, þó er aldrei að vita nema maður láti verða af því einhvern daginn og fari loksins til að upplifa hina dásamlegu París ;o)
Björg frænka
Vá, pant gerast au-pair hjá ykkur! Æðislegar myndir, koma manni svo sannarlega í enn meira sumarskap :)
Hæ Lilja,
ég rakst á þessa síðu á flakki mínu um netið :o) Gaman að heyra af ykkur og sjá myndir, þessi garður er greinilega himneskur og dóttir ykkar er algjör dúlla !
Kær kveðja
Ágústa
Skrifa ummæli
<< Home