La vie en rose...

...glefsur úr lífi íslensk-franskrar fjölskyldu í úthverfi Parísarborgar...

15 mars 2006

L'Eurovision

Franska Eurovision var í gær.

Síðastliðin 20 ár hef ég ávallt fylgst vel með keppninni og haft gaman af. Hér á árum áður, löngu áður en ég fór til Frakklands, hélt ég alltaf með frönsku lögunum. Man sérstaklega eftir Black and White og Mama Corsika sem mér fannst æði.

Eins og í mörgum löndum "gömlu Evrópu" er áhuginn á Evróvisjón hér enginn. Frakkar hafa gefið Portúgölum 12 stig ár eftir ár, þrátt fyrir hörmuleg lög, en það er jú vegna það eru bara portúgalskir innflytjendur sem horfa á keppnina hér.

Frönsku lögin hafa líka verið frekar dapurleg síðustu ár og ég get nú ekki sagt að ég hrópi húrra fyrir framlagi þeirra þetta árið. Boðskapurinn er þó fallegur og lagið sem heitir "Nous, c'est vous" (Við erum þið), skrifað af söngvara frá Rúanda og á að sýna "The United Colours of France".

En það glataðasta við þessa keppni var það að hún snérist engan veginn um lagið. Titillinn á þættinum var: "Evróvisjón - og ef það væri þú?". Það var löngu búið að finna höfundinn og treysta honum fyrir að semja lagið. Keppnin var söngkeppni, þar sem ungir óþekktir söngvarar, sem höfðu verið valdir í undankeppnum í hinum ýmsu bæjum Frakklands, kepptust um að syngja Céline Dion lög sem allra best og þegar þeir 10 sem voru að horfa höfðu hringt inn atkvæði sín var hárgreiðslukonan Virginie Pouchin valin til að flytja lagið, sem var svo flutt í lokin, og öllum var saman um.

Þetta var sum sé ein önnur idol keppni, og það er ekki eins og það sé einhver hörgull á slíku hér, en virkilega mega hallærisleg. Fer fyrir hjartað á Eurovisionaðdáenda eins og mér, sem tek þetta allt mjög alvarlega!!

1 Comments:

At 4:16 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Það verður sem sagt ekkert Frakkland 12 points þetta árið??

 

Skrifa ummæli

<< Home