La vie en rose...

...glefsur úr lífi íslensk-franskrar fjölskyldu í úthverfi Parísarborgar...

09 mars 2006

Tapas fratas

Það var frábært að hitta Stínu, Ásdísi og Evu á laugardagskvöldið. Við fórum á röltið í Bastilluhverfinu og ákváðum að fara á spænskan TAPAS stað. Það var bara góð stemning og staðurinn fullur, við pöntuðum okkur kokteila og vorum flottar á því. Við fengum góðan mat og gott vín. En KRÆST, þjónustan....

Það byrjaði þegar við vorum að panta aðalréttinn og ég í sakleysi mínu spurði hver munurinn væri á Gambas og Calamares, NB þetta er spænska þannig að það var ekki hægt að ætlast til að ALLIR skyldu þetta. Mig minnti að calamares væru risarækjur og að gambas væru venjulegar rækjur, langaði bara að fá það á hreint (f. áhugasama veit ég núna að calamares er smokkfiskur og gambas eru rækjur). En anyhow - svarið frá þessari dásamlegu þjónustustúlku var, ("common vert'ekki svona vitlaus-tónn": "Calamares eru bara calamares og gambas eru bara gambas, það er alls ekki það sama". Takk, ég var miklu nær.

Þegar við vorum næstum búnar með aðalréttinn var hann rifinn af okkur, án þess að spurja hvort við værum búnar, og úr því að við vildum ekki eftirrétt þá var reikningnum dúndrað á borðið okkar. OK, allt í lagi, við létum bara eins og við sæjum hann ekki enda var góð stemning þarna og við vorum ekkert á leiðinni út. Þá kemur þjónustustúlkan og biður okkur að gera upp med det samme. Við áttum ennþá hálfa vínflösku eftir og ég benti henni á það. Hún svaraði mér þá að það væri fólk við barinn sem væri búið að bíða í 45 mínútur eftir borði og bara S'IL VOUS PLAÎT, borga núna.

Óþarfi að taka það fram að þangað fer ég aldrei aftur. Eins gott fyrir þessa staði að það koma 75.000.000 ferðamanna til Frakklands á ári hverju. Þeir geta því auðveldlega leyft sér svona framkomu því ekki þurfa þeir að treysta á fastakúnna... Heppin!

3 Comments:

At 2:29 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Bienvenue à Paris!!

 
At 6:25 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Takk fyrir síðast Lilja :) Og fyrir þessa einkar fallegu mynd af mér sem þú setur á bloggið hahahah :)

Allavega, það stendur ennþá í mér af hneykslun yfir framkomu þjónustustúlkunnar og er ég þó enginn nýgræðingur í truntuskap í þjónustugeiranum í Frakklandi...

 
At 9:40 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Takk sömuleiðis Stína mín og það var ekkert - gott að þér líkar myndin hahahaha!! Verð nú að segja að það var ekki úr grösugum garði að velja myndir frá þessu kvöldi...... þínar voru kannski skárri en allar myndirnar á minni vél voru vægast sagt scary :D

 

Skrifa ummæli

<< Home