La vie en rose...

...glefsur úr lífi íslensk-franskrar fjölskyldu í úthverfi Parísarborgar...

02 apríl 2006

Helgin í máli og myndum

Andrea fór í klippingu í gær á sérstakri barnahárgreiðslustofu. Mjög sniðugur staður þar sem sýndar eru teiknimyndir fyrir framan hvern stól og biðstofan er ævintýralegur kjallari. Fyrir eina klippingu fær hvert barn líka að velja sér eina gjöf. Eins og við mátti búast fannst dömunni mjög gaman og vildi fara aftur í klippingu í dag.


Stofan er staðsett í hinum fallega bæ St-Germain-en-Laye, sem er mjög gamaldags franskur kaþólskur bær - með þar af leiðandi barnmörgum fjölskyldum. Börnin eru yfirleitt mjög vel upp alin og prúðbúin. Litlar stúlkur eru klæddar í kjóla og STUTTA sokka allt árið um kring... maður dauðvorkennir þeim en þær bera sig vel! Minnir mig á eina franska vinkonu mína sem flutti til Íslands og fór í langan göngutúr með tveggja ára dóttur sína í september (þá nýkomin til landsins), klæddi hana í fallegan kjól og stutta sokka en áttaði sig á þegar hún var komin á leiðarenda að dótturinni var ísssskalt! "Allar litlar stúlkur eru svona klæddar í Frakklandi á sumrin" sagði hún þá steinhissa og hafði engan veginn búist við þessu...
Það er svo dásamlegt að fylgjast með gróðrinum spretta út á ljóshraða þessa dagana, ég leit út um gluggann í fyrradag og allt var í blóma - algjört æði :D
Hér sést svo litla skotta í vikulegri hringekjuferð...

3 Comments:

At 1:04 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Takk fyrir myndirnar - þær gleðja:-) Segðu Andreu að ömmu og afa haf þótt hún mjög flott í klippingunni.
Koss og knús, mamma

 
At 9:54 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Skila því mamma mín :D

 
At 10:00 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ekkert smá sæt stelpan þín :)

 

Skrifa ummæli

<< Home