La vie en rose...

...glefsur úr lífi íslensk-franskrar fjölskyldu í úthverfi Parísarborgar...

27 mars 2006

Af vori og verkfalli

Loksins loksins loksins.... er komið vor!!! Ég hef aldrei hlakkað svona mikið til vorsins. Það gerðist eitthvað á föstudaginn og í gær gat ég loksins haft alla stóru gluggana mína galopna og húsið ilmaði af gróðri.
Það er mikið að gerast í Frakklandi þessa stundina. Það er allt að verða vitlaust út af nýjum vinnulögum ríkisstjórnarinnar og harðar mótmælagöngur hafa verið hér daglegt brauð síðustu vikurnar. Frakkar eru örugglega heimsmeistarar í mótmælagöngum og áðan gat ég fylgst með mótmælendum út um gluggann í vinnunni minni og hlustað á baráttusöngva.

Það er stemning að fylgjast með þessu þó svo að ég sé ekki endilega 100 % sammála mótmælendum þessara vinnulaga. Hér er mikið atvinnuleysi og eiga þessi lög að hvetja atvinnurekendur til að ráða ungt fólk. Staðan er nefnilega sú að atvinnurekendur þurfa að borga svo gríðarlega há gjöld með hverjum starfskrafti til ríkisins - sem svo er næstum ómögulegt að reka ef hann stendur sig ekki. Með þessari vinnulöggjöf eiga atvinnurekendur miklu auðveldara með að reka óhæfan starfskraft og hafa leyfi til þess í tvö ár eftir að hann er ráðinn. En þó svo að þetta sé sjálfsagt ekki besta lausnin - er þetta hugsanlega eitthvað í áttina til að minnka atvinnuleysið. Er ekki betra að vinna eitthvað og eiga hugsanlega á hættu að vera rekinn en að vinna bara alls ekki neitt??


En á morgun fara allir í verkfall. Allir skólar eru lokaðir, lestirnar í lamasessi, póstþjónusta og rafmagn verður í ólagi. Allir standa saman gegn þessum vondu lögum. Ég ætla því bara að njóta vorsins heima með litlu skólastúlkunni minni - get ekki beint kvartað yfir því. Vive la France!

6 Comments:

At 12:41 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hér er líka vor í lofti - snjókoma og rok upp á hver einasta dag og tóm gleði :) Blómin bara alveg við það að fara springa út og grasið að grænka eða þannig....

 
At 5:40 e.h., Blogger Lilja said...

ohhh, hvað ég sakna þess.........NOT

 
At 6:45 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

J'aime l'odeur du napalm le matin

 
At 8:36 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Veistu Lilja, stundum finnst mér ég vera föst í helvíti að vinna fyrir amerískt stórfyrirtæki sem getur rekið mig nákvæmlega þegar þeim hentar en það er líka gott að vita til þess að maður getur unnið sig upp á eigin verðleikum og gefið skít í þá á móti þegar manni hentar... en því fylgir líka rosalegt óöryggi sem er ekki gott. Ég hugsa bara að gullni meðalvegurinn sé bestur í þessu eins og flestu öðru, það er ekkert gaman að vinna þar sem að hver sem er gæti unnið og komist upp með hvað sem er, það er ekki beint hvetjandi vinnuumhverfi. Kveðja frá Montréal!

 
At 1:30 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

mig langar til frakklands...

 
At 5:30 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Dóra, ég held sem betur fer að það sé mjööög langt í þetta ameríska módel hér í Frakklandi, en það verður eitthvað róttækt að gerast til að í atvinnumálum, um 25% ungs fólks er atvinnulaust. Þetta ástand sem hefur varið ansi lengi er undiralda allra óeirðanna sem voru í úthverfunum í haust.
Hvað varðar þessi nýju vinnulög (CPE = Contrat première embauche)
hefur ríkisstjórnin nú þegar aðeins dregið í land og sá tími sem má reka launþegann frá því hann er ráðinn hefur verið styttur í eitt ár og atvinnurekandinn verður að gefa upp ástæðuna. Þannig að ég held að þetta sé allt í áttina að hinum gullna meðalvegi :D

 

Skrifa ummæli

<< Home