Mæðradagur og miðvikudagur
Höfum annars haft í nógu að snúast upp á síðkastið. Francois var boðið í 5 daga lúxusferð til Lissabon, ásamt 600 öðrum starfsmönnum fyrirtækisins, þar sem engu var til sparað. Það hefði nú verið ánægjulegra ef fyrirtækið hefði ákveðið að fara heldur í 3 daga og bjóða mökum með!!! en maður getur víst ekki fengið allt. Svo vorum svo heppin að fá hann Trausta lillebro í heimsókn okkur til mikillar ánægju og yndisauka. Trausti tók nú bara lífinu með ró og var alveg sama þótt ég kynni ekki deili á öllum byggingum sem á leið okkar urðu - ólíkt öðrum sem vildu sífellt vita hvað hitt og þetta hús héti! Er ekki málið bara að njóta andartaksins og anda að sér umhverfinu? Carpe diem? Ég er by the way örugglega lélegasti guide í heimi, fullkomlega áttavillt hvar sem ég er - og það var því þægilegt að hafa ekki kröfuharðan ferðamann mér við hlið!!

Trausti eyddi dágóðum tíma í fuglaskoðun og hafði dæmalaust mikinn áhuga á þeim fuglum sem kenndar eru við rottur himinsins - þ.e. dúfum - og tók af þeim skemmtilegar myndir...
Trausti í bráðri smithættu...
Við gátum svo aðeins nýtt okkur starfskrafta hans því hann passaði Andreu fyrir okkur á miðvikudaginn, þegar það var frí í skólanum, eins og ætíð á miðvikudögum og áttu þau góðan dag í Disneylandi.
Það er nefnilega ALLTAF frí í ÖLLUM leik- og grunnskólum á miðvikudögum. Ótrúlegt - ekki satt!? Svo er skóli hálfan laugardaginn. Ég veit ekki hvaða hálfvita fannst það sniðugt þegar þetta kerfi var sett á - en hér er hin almenna skoðun sú að ekkert sé eðlilegra. Ég eiginlega trúði þessu ekki þegar ég áttaði mig á þessu en þegar ég ræddi þá skoðun mína við vini og vandamenn hér í landi og sagði frá hinu sniðuga alþjóðlega kerfi, þar sem börnin eru í skóla á sama tíma og foreldrarnir eru vinnu, voru viðbrögðin oftast á sama veg: "Já, ykkar kerfi er greinilega hugsað fyrir foreldrana - aumingja börnin, þau hljóta að vera dauðuppgefin eftir vikuna!" Vissulega - í ídeal heimi - þar sem annað foreldrið er í fríi á miðvikudögum - er þetta frábært fyrir börnin. En í alvöru heiminum vinna flestir foreldrar báðir úti alla virka daga og þá verður miðvikudagurinn eilífðar hausverkur! Staðan hér er þannig að margar franskar konum vinna 80% vinnu og eru alltaf í fríi á miðvikudögum. Frekar næs - ekki satt? Kannski er þetta kerfi bara alveg brilljant? Ég get hins vegar ekki leyft mér að sleppa vinnu á miðvikudögum og þeir halda því áfram að vera vandamál. En Trausti reddaði þessum :D
6 Comments:
Trausti est Méchant
Sæl Lilja mín og takk fyrir hamingjuóskirnar :) ég er sett 14. september og hlakka voða mikið til. Var reyndar huuuuuuundveik - með ógleði af háu stigi í ansi margar vikur. Eftir að hún hvarf veit ég varla af því að ég sé ófrísk! Bara þessi bumba framaná mér!! knús frá Íslandi :)
Æðislegt Arndís mín og ég er glöð fyrir þína hönd að þú skulir hætta að vera veik - það er sko alls ekkert grín!! Gangi þér sem allra best og hlakka til að sjá þig / ykkur :D
Ég þóttist skynja skot á mig í þessum pistli, bara af því ég er ábyrgur ferðamaður sem reynir að hafa nöfn á mekrum byggingum og stöðum á hreinu. Skil ekkert í Trausta að hafa meiri áhuga á rottum himinsins en á Konkord torgi, Trókaderó og leikhúsinu á sjampssjellesjé. Ertu ekki annars búin að kaupa franska landsliðsbúinginn á fjölskylduna, svona til að undirbúa HM?
Hmmm.... Er ekki að koma tími á annan pistil?
Jam, sammála Ingu. Við viljum fá meira að heyra:-)
luv, mamma
Skrifa ummæli
<< Home