La vie en rose...

...glefsur úr lífi íslensk-franskrar fjölskyldu í úthverfi Parísarborgar...

17 maí 2006

Tjeitjei bíljets!


"Tjeitjei bíljets. Tjeitjei bíljets".
Þessa setningu hef ég ósjaldan heyrt á götum Parísar síðastliðna viku. Í fyrstu gat ég nú ekki ímyndað mér hvað hún ætti að þýða... þetta var alls ekki franska, ekki enska, spænska, þýska eða danska... En þeir sem kölluðu þetta voru ansi breskir í útliti og eftir smátíma áttaði ég mig á því að þetta voru Bretar sem voru að reyna að tala frönsku. Það sem þetta átti að þýða var: "Mig vantar miða", sem á frönsku mun vera "Cherche billets", berist fram "sjersj bíje" - sem er ansi langt frá þessari afbökuðu "frensku".
Ég komst svo að því að viðkomandi voru að leita sér að miðum á Arsenal-Barcelona, sem er úrslitaleikurinn í ... Evrópsku meistaradeildarkeppninni??? Er ekkert sérstaklega inni í þessu. Fékk símtal í síðustu viku og var beðin PLÍS um að redda nokkrum nýríkum vip Íslendingum lúxushótelgistingu - en þeir voru víst að fara á þennan sama "tjeitjeibíljets" leik.
Leikurinn fer fram í kvöld og stemningin hér á götum úti er engu lík. Breskar og spænskar fótboltabullur út um allt og tilhlökkunin leynir sér ekki.
Ég hefði nú ekkert á móti því að fara á leikinn, veit reyndar ekki með hverjum ég ætti að halda með... Hef verið frekar skotin í Thierry Henry hjá Arsenal síðan ég spjallaði við hann á Laugaveginum '98 - en á hinn bóginn er ég tengd Barcelona fjölskylduböndum...
En það er enn hægt að nálgast miða... á 80.000 krónur!!!

5 Comments:

At 9:50 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Svona er þetta Lilja mín, ekki hefðu bræður þínir verið í minnsta vafa um það hverjum þeir ættu að halda með, ertu búin að lesa bloggið hans Árna?
En þú veist nú alveg með hverjum þú átt að halda í kvöld, það er víst svo ódýrt að greiða atkvæði frá France ;-)
Luv, mamma

 
At 10:24 f.h., Blogger Lilja said...

Já ég eyddi alveg 4 símtölum í Silvíu Night, en það dugði ekki til!! Dæs....

 
At 4:56 e.h., Blogger Arni said...

80000 er ekki neitt mín kæra, enda um heimssögulegan viðburð að ræða. Hefði ekki haft neitt á móti því að vera hjá þér í París meðan á þessu stóð, hrópandi "FORCA BARCA" eða jafnvel "Visca el Barca!!"

 
At 12:03 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hey kommon Lilja, hvernig væri nú að drífa sig einhverntíman. Ég kom heim fyrir 5 tímum síðan og þú ert ekki ennþá búin að setja inn myndirnar. Þetta er mjög lélegt og ég vonast til þess að þú grípir til aðgerða sem fyrst.

 
At 2:46 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég er búin að lesa þessa færslu nokkrum sinnum (alltaf að kíkja og ath. hvort það sé komið eitthvað nýtt) og ég hlæt alltaf jafn mikið að þessar bretafrönsku sem þú talar um - alveg dásamlegt :D

 

Skrifa ummæli

<< Home