La vie en rose...

...glefsur úr lífi íslensk-franskrar fjölskyldu í úthverfi Parísarborgar...

06 júlí 2006

Nanananana nanananana...

Ég flaug frá Keflavík til Parísar á aðfararnótt mánudags eftir frábæra dvöl á mínu ástkæra landi. Hitti fullt af skemmtilegu og góðu fólki og skemmti mér konunglega... ég elska Frakkland en auðvitað elska ég Ísland meira! Kom reyndar til baka á hárréttum tíma, kem að því síðar.

Alla vega, ég flaug sem sagt með flugfélaginu Corseair, á vegum Heimsferða. Ég hafði flogið með þeim tæplega 7 árum áður og það var flugferð sem ég gleymi seint, fyrir þær sakir að flugfreyjurnar og -þjónarnir voru að pissa í sig af hlátri á meðan þeir sýndu farþegum neyðarútganga og öndunargrímur... ekkert sérstaklega traustvekjandi, en frekar fyndið. Á leiðinni var mér og vinkonum mínum svo boðið að koma fram í flugstjórnarklefann á meðan við flugum yfir London og það var stórkostlegt. Í þetta skiptið ætlaði ég ekki að trúa mínum eigin eyrum og augum þegar sama sagan hófst aftur - 7 árum síðar. Flugfreyjan sem las upp öryggisrausuna í upphafi ætlaði aldrei að komast í gegnum hana - svo dátt hló hún! Sérstaklega fannst henni fyndið að lesa á ensku og reyndi 4 sinnum að segja hvað klukkan væri: 4 a.m. - en útkoman var alltaf "ítís 4 "æm" - það var ekki sjens fyrir aumingja stúlkuna að aðskilja þessa tvo stafi, enda gafst hún upp eftir að hafa enn einu sinni sprungið úr hlátri. Farþegarnir 25 (já, það var 10% sætanýting!) voru líka flestir í hláturskasti þegar vélin var komin á loft. Ég mæli því hiklaust með Corseair :D


En nú er gaman að vera í París. Á HM '98 þegar Frakkar urðu heimsmeistarar fór ég til Íslands rétt eftir að keppnin hófst og missti því af partýinu þegar þeir unnu. Það var ólýsanleg stemning á Champs-Elysées eftir leikinn í gær þar sem menn sungu, flautuðu, öskruðu af gleði og dönsuðu, skutu flugeldum og blysum, franski fáninn út um allt - það var algjört æði. Alls staðar hljómaði líka "I will survive" lagið (...and so you're back, from outerspace..." etc.), sem einhverra hluta vegna er fótboltasigurlag Frakka, ég skil eiginlega ekki af hverju. Þeir kunna náttúrulega ekki textann :D en allir geta tekið undir nananana nanananana....
P.S. Ég er viss um sigur á sunnudaginn. Engill birtist Zizou í draumi og sagði honum að hann mætti ekki hætta fyrr en eftir þessa keppni. Og ég trúi Zizou mínum!

7 Comments:

At 2:23 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Vive la France!!!!!!

 
At 11:53 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

ohhh ég gæfi mikið fyrir að vera í Frakklandi núna. Sannfærð um að þeir taka þetta á morgun :)

 
At 5:05 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Er þetta semsagt bara standardinn hjá corseair að láta eins og hálfvitar meðan á flugi stendur?
Hahahahahahahaha :D

 
At 11:33 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

guð já ég gleymdi alveg að commenta á corsair - hvernig gat ég gleymt þessari reynslu okkar þarna fyrir 7 árum eða svo... þetta eru bara hálfvitar - eins og ítalir :(

 
At 10:20 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Vel orðað Arndís!!!

Niður með Ítali :C !!!

 
At 5:07 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Lilja - ég heimta smá yfirferð yfir orðið á götunni hvað varðar Zidane í dag. Er allt vitlaust? Komdu nú með eina krassandi færslu - þú ert nú þarna í hringiðunni :)

 
At 6:00 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Æ, ég hef smá samúð með Zidane greyinu. Það ganga um það sögur að Ítalinn hafi komið með eitthvað rasistakomment og það kemur ekkert á óvart, ítalska deildin er víst mjög rasísk en auðvitað átti Zizou-kallinn ekki að missa stjórn á sér.

Varðandi flugferðina fyndnu með Corsair fyrir 7 árum þá fékk ég ekki að sjá neitt geggjað útsýni yfir London, það voru bara tvær sætar ljóskur sem fengu svoleiðis forréttindi ef ég man rétt...

 

Skrifa ummæli

<< Home