La vie en rose...

...glefsur úr lífi íslensk-franskrar fjölskyldu í úthverfi Parísarborgar...

07 október 2006

Öfugsnúin franska


Nú hef ég verið viðloðandi Frakkland síðastliðin 9 ár. Ég hef búið þar í næstum þrjú ár, lesið frönsku og franskar bókmenntir í háskólanum, starfað í Sendiráði Frakklands á Íslandi og Sendiráði Íslands í París og síðast en ekki síst, átt franskan kærasta allan þennan tíma. Án þess að ég sé nokkuð að monta mig tel ég að ég tali og skrifi þó nokkuð frambærilega frönsku og m.a.s. kýs ég heldur nútildags að tjá mig á því tungumáli en ensku! Enskan mín er mér til mikillar mæðu stundum svolítið frönskuskotin, það er þá aðallega vegna þess að ég hugsa setningarnar fyrst á frönsku og þýði þær svo yfir á ensku (úff, guð forði mér sem allra fyrst frá þeirri afleiddu braut!)...

Nema hvað, í dag komst ég að stór hópur Frakka talar frönsku sem ég skil ekki boffs í! Ég hef svo sem alltaf vitað af þessari "slangurfrönsku" sem krakkarnir "in the hoods" (dans les cités) tala, hið svokallaða "verlan", (à l'envers) sem hægt er að þýða sem öfugsnúna frönsku. Ég á erfitt með að koma með dæmi, en í staðinn fyrir að segja femme (kona) segja þeir "meuf", "beur" í staðinn fyrir arabe: þeir snúa orðinu við, sleppa staf og bæta við öðrum þannig að nánast nýtt tungumál hefur þróast á milli vissra aðila. Ég áttaði mig ekki alveg fullkomlega á þessu fyrr en í dag þegar ég fékk eftirfarandi sms skilaboð fyrir slysni (varúð, ekki mjög spennó fyrir aðra en frönskufólk :D):

"Wech marmota bien ou koi? Tou hachtec, ni tenvoi 1sms ni ri1 bon javou jai recup mn vieu num. Brf repon gro zoubi wallaaah. "

Þýðing anyone? Ég næ kannski síðasta hlutanum: "..., ni tu envoies un sms ni rien, bon j'avoue j'ai recupéré mon vieux numéro. Bref, réponds, gros bisous voilà."? En fyrri hlutinn, þetta er allt annað tungumál!

6 Comments:

At 9:44 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Róleg á að monta sig á að vera góð í frönsku. Mér finnst rosalega leiðinlegt að lesa svona montpistla.
Samt er þetta svona í flestöllum tungumálum. T.d. Francois skilur bara enskuna sem hann les í Business Week. Hann skilur svo ekki orð í ghettóenskunni góðu sem ég er hins vegar orðinn nokkuð sleipur í eftir að hafa kynnst ófáum blökkumönnunum úr körfunni í gegnum tíðina

 
At 10:24 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Montpistla? C'mon. Ég monta mig af því sem mig langar til. Ekki vera abbó Trausti minn. Risaknús, L. Wallaah!

 
At 11:39 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Lilja mín; þetta er svo borðliggjandi beisik og ísí ...meira að segja ÉG náði þessu(ÓKEY ... alger lygi, skildi EKKERT), hvað ertu eiginlega bún að vera gera allan þennan tíma. En hafðu engar áhyggjur; hvorki af frönskunni né enskunni - svo lengi sem íslenskan er í 1. sæti þá ert í góðum málum - halt áfram að æfa þig að skrifa - það er svo gaman að lesa

 
At 1:04 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Trausti, U R so fucking stupid it's unbelievable. I understand ALL english no matter who speak or what as long as it's English. Stop talking about things U don't know shit about. A piece of shit like U shouldn't open it's mouth on the internet. Your little brain can't handle much more than playing basketball. Be careful in the future.
Au revoir
paix

 
At 9:35 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

HMMMMM.... Það er rétt að taka það fram að litla bróðir mínum, Trausta, þykir ekkert jafngaman en að stríða François. Öll komment hér á síðunni sem eru skrifuð af "François" eru skrifuð af Trausta :D

 
At 8:49 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ hæ Lilja og takk fyrir að koma í heimsókn á síðuna okkar. Ég kílti aðeins á myndirnar þínar, flottar myndirnar frá Ölpunum :)
Það er mikið að gera með 3 lítil !!
Vertu ávallt velkominn í heimsókn á síðuna okkar, þín "vinnuvinkona"
Ásdís í Wasí.

 

Skrifa ummæli

<< Home