Bisous Zizou
Ég er ekkert svo fúl út af leiknum í gær. Þetta var mjög jafn leikur og bæði liðin hefðu getað unnið. Í vítaspyrnukeppni er alltaf einn sem brennir af og því miður var það Trezeguet. Ítalarnir hafa líka oft verið óheppnir svo þeir áttu þetta svo sem alveg skilið.
Ég er hins vegar með tárin í augunum út af Zizou. Hann er án nokkurs vafa einn af þremur bestu leikmönnum sögunnar og er/var í guðatölu hér í Frakklandi. Dáðadrengur með fullkomna ímynd, hann var hetja allra barna, kvenna og karla... Hvernig gat hann misst stjórn á sér í sínum síðasta leik á 16 ára ferli??? Af hverju Zizou, af hverju? Frönsku sjónvarpsmennirnir voru á því að þessi bévítans samviskulausi Ítali hafi komið með niðurlægjandi komment um mömmu hans eða eitthvað álíka en menn eru sammála um það hér í Frans að sama hvað það var voru þessi viðbrögð óafsakanleg.
Zizou, ég kveð þig með tárum, og ég reyni að gleyma gærdeginum.
Bisous Zizou
Ég er hins vegar með tárin í augunum út af Zizou. Hann er án nokkurs vafa einn af þremur bestu leikmönnum sögunnar og er/var í guðatölu hér í Frakklandi. Dáðadrengur með fullkomna ímynd, hann var hetja allra barna, kvenna og karla... Hvernig gat hann misst stjórn á sér í sínum síðasta leik á 16 ára ferli??? Af hverju Zizou, af hverju? Frönsku sjónvarpsmennirnir voru á því að þessi bévítans samviskulausi Ítali hafi komið með niðurlægjandi komment um mömmu hans eða eitthvað álíka en menn eru sammála um það hér í Frans að sama hvað það var voru þessi viðbrögð óafsakanleg.
Zizou, ég kveð þig með tárum, og ég reyni að gleyma gærdeginum.
Bisous Zizou
4 Comments:
Einn Frakkinn sem vinnur með mér sendi mér þennan link: http://vanb.typepad.com/versac/2006/07/materazzi_amour.html
Ég veit ekki hvort að þetta er huggun og réttlæti það sem Zizou gerði. Kannski er hægt að gera svona video um hvaða fótboltamann sem er?
Takk Dóra, þetta er jú smá huggun harmi gegn :D
Mér finnst svona af orðinu á götunni að flestir séu búnir að fyrirgefa hetjunni þetta, sérstaklega ef það reynist rétt það sem maður hefur heyrt, að hann hafi verið kallaður hryðjuverkamaður! En það kemur allt í ljós í kvöld, því þá mun hann í fyrsta sinn tjá sig um atvikið...
Ætlar hann að tja´sig um þetta í kvöld? Ég er mjög spennt.
Vá, þú ert bara lélegri en ég að blogga, hmmmm. að verða kominn mánuður.....
Skrifa ummæli
<< Home