La vie en rose...

...glefsur úr lífi íslensk-franskrar fjölskyldu í úthverfi Parísarborgar...

01 mars 2007

Held áfram... bara fyrir mömmu!


Jæja gott fólk, þið eruð víst ekki alveg laus við mig. Var samt eiginlega alveg hætt að nenna þessu, viðurkenni það fúslega, en vegna mikils fjölda áskorana og undirskriftalista sem höfðu gengið um allnokkurt skeið á netinu sá ég mig tilneydda til að henda inn örfáum línum, hehe.
Mér til afsökunar hef ég verið ansi upptekin, tók að mér ansi tímafrekt þýðingaverkefni, sem enn er ekki lokið, brúðkaupsundirbúningur hefur tekið sinn toll - því að Frakkar eru jú heimsmeistarar í að flækja lífið: Til að bjóða fólki í brúðkaupsveislu þarftu að senda því 3 boðskort - svona svo gott dæmi sé tekið... Ja, svo er svo mikið að gerast í fréttum að maður þarf að hafa sig allan við til að missa ekki í þráðinn í Baugsmálinu (missti t.d. alveg af þessu nafnlausa bréfi), klámþingjahaldi, Byrgismálinu, frönsku forsetakosningunum, Alþingiskosningunum - og tala nú ekki allar stórfréttirnar um Önnu Nicole og Britney - hvað get ég sagt, það er bara allt brjálað að gera.

En í öðrum fréttum er það helst að lífið gengur sinn vanagang hér í Poissy, við erum nú reyndar farin að hugsa okkur til hreyfings, mig er farið að lengja í að njóta þess enn betur að búa í heimsins fegurstu borg. Það er því stefnan að flytja inn í borgina í júní, eða þegar skólaárið er á enda. Var reyndar pínu hikandi hvort mig langaði meira að búa í úthverfi í húsi með garði eða í íbúð í borginni, og er komin á þá skoðun að mig langi alla vega að prófa að vera í borginni, það eru hvort eð er dásamlegir almenningsgarðar út um allt þegar hlýna fer í lofti. Hér hefur annars verið hin ótrúlegasta blíða í allan vetur... sem, mér til ánægju og yndisauka, er víst normið. Í fyrravetur var ég að frjósa allan veturinn í ullarpeysu með sultardropa heima við - enda var hann sá kaldasti síðan '87.



Nei, þetta er ekki nýfallinn snjór...


Heldur dásamleg ilmandi sumarblóm sem gleðja augað áður
en ég stekk inn í lestina á morgni hverjum


Krúttlegasta heimasætan

Fórum um helgina í ferlega sniðugt vísindasafn, Cité des sciences, þar sem hannað hefur verið sérstakt vísindaleiksvæði fyrir börn, annars vegar 3-5 ára og hins vegar 5-12 ára. Það var svo frábært að fylgjast með Andreu, hún tók öllu mjög alvarlega, þegar hún aðstoðaði við byggingarvinnu, gerði við bíl og malaði korn. Hún var einstaklega ósátt þegar við þurftum að fara því hún hafði ekki fengið nægan tíma til að vinna hveitikornið áður en það fór í vinnslu hjá malaranum.



Búin að gera við bílinn, spenna öryggisbeltið sjálf og tilbúin á rúntinn...

Brjálað að gera í byggingarvinnu


Svo að lokum, örstutt myndayfirlit frá góðum völdum stundum liðinna mánuða. Við eyddum jólunum með fjölskyldu Francois en komum heim um áramótin:



Yours truly á góðri stundu í brúðkaupi Berglindar og Kidda ásamt tilvonandi eiginmanni



Og svo þar sem síðasta færsla birti myndir af tilvonandi afmælisstúlku, þá fylgja hér tvær myndir úr 4. ára afmælinu með bestu vinkonunum úr bekknum:



F.v.: Emma T., Clarisse, Emma C., Diane, Andrea, Grégoire og Amina.


Dóttir mín var fyllilega sátt við litríku Dórukökuna, enda aðalhetjan um þessar mundir.

Tata for now...


14 Comments:

At 12:10 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

LOKSINS KOM BLOGG ...VEIIIII!!!
Þorði samt aldrei að kvarta því ég vissi að þú værir upptekin. Þú lítur dásamlega vel út (í brúðkaupi;-)og kakan er ÆÐI hjá þér

umm langar í súkkulaði köku ;)

Bestu kveðjur frá Guðrúnu í mömmó

 
At 12:23 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Vá,komment strax! Ég hélt að enginn nennti að skoða þetta lengur... Takk Guðrún honí fyrir að gefast ekki upp á mér :D

 
At 6:17 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Sæl Lilja mín
Það eru nú fleiri þarna úti heldur en bara mamma þín bara svo að það sé á hreinu! Við erum hérna líka....
Flott að þið hafið hugsað ykkur að flytja inn í borgina í einhvern tíma- það er bara cool. Hlakka til að heyra frá þér Lilja mín...
Knús og kossar frá Ingu

 
At 11:33 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég fylgist líka með þér!
Kveðja, Greta

 
At 12:38 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ Lilja,
ég kíki líka við hér. Til hamingju með Andreu! Gangi thér vel með brúðkaupsundirbúninginn. Knús, Rósa

 
At 10:43 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ skvísa, ég var einmitt farin að halda að þú værir búin að gefa upp bloggöndina... en þá kemur þetta fína blogg!! skildi ég það rétt að þú ert að fara að gifta þig?? stefnir allt í það hjá mér líka!! þ.e.a.s. við erum búin að trúlofa okkur!!! knúúúús :)

 
At 11:03 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Kíki alltaf reglulega hér inn, loksins kom blogg :)
Gangi þér vel í brúðkaupsundirbúningi þá sérstaklega ef hann er á frankan hátt ;/
Hafið það gott
Kveðja Magga (Álftógella)

 
At 9:44 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Gullið mitt, mikið er ég fegin að þú hlýðir mér enn;-)
koss og knús, mamma

 
At 12:08 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Gott að fá fréttir, frænka. Kíki enn þá hérna inn.

Kveðja
Unnur Gyða

 
At 12:34 e.h., Blogger Arna B. said...

Styð mömmu þína í því að þú haldir áfram að blogga. Ekkert smá girnileg afmæliskaka. Ég og Gunnar erum á leiðinni til Parísar. Komum 23. mars. Vonandi getum við hist eitt kvöldið.
Knús og kram,
Arna

 
At 5:12 e.h., Blogger Unknown said...

Gaman að lesa bloggið, þú mátt ekki hætta, eg kíki alltaf reglulega hér og tékka á stöðunni. Ég er sammála síðasta ræðumanni, afmæliskakan er ótrúlega girnileg.
Heyrumst fljótlega dúllan mín,
Berglind

 
At 7:15 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég er alltaf að kíkja á bloggið þitt - þú mátt ekki hætta. Þú sérð það núna að þú átt fullt af dyggum lesendum :D

Þó ekki væri nema til að leyfa manni að fylgjast með undirbúningnum fyrir brúðkaupið (sem ég vissi ekki af fyrr en núna :)

 
At 9:04 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hellú, ég les þetta blogg líka sko!!! Gaman að fá nýja færslu og gangi ykkur vel með brúðkaupsstúss, það er bara gaman.
Knús Björg frænka

 
At 11:06 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Jiii, en gaman, takk fyrir öll kommentin stelpur!!!
Arndís - æði, ég samgleðst þér innilega!!
OG Arna, verðum í bandi og hittumst endilega, t.d. á laugardeginum.
Hlakka til!

 

Skrifa ummæli

<< Home