La vie en rose...

...glefsur úr lífi íslensk-franskrar fjölskyldu í úthverfi Parísarborgar...

18 júní 2007

Engar fréttir - góðar fréttir

Kæru lesendur nær og fjær,

Engar fréttir = góðar fréttir.
Meira um þær á næstunni.

Varð að deila með ykkur mjög svo sjokkerandi samtali sem ég átti við dóttur mína varðandi vinskap hennar við Aminu sem hefur verið besta vinkona hennar síðan hún byrjaði í skólanum hér í Frakklandi:

Andrea: Mamma, hún Rim er ekki góð.
Ég: Rim sem er með þér í bekk? Af hverju ekki elskan mín?
Andrea: Af því hún segir að ég megi ekki leiða Aminu af því að ég er ekki "arabe" (=arabi, barnið hefur auðvitað ekki hugmynd hvað það er).

Ég varð algjörlega kjaftstopp. Ég bara get ekki skilið foreldra sem flokka leikskólabörn eftir kynþætti og trúarbrögðum, og í þessu tilfelli segja börnunum sínum til um hverjir megi vera vinir þeirra og hverjir ekki. Mér finnst þetta ótrúlega sorglegt.

4 ára bekkjarsystur þeirra Andreu og Aminu
finnst vinskapur þeirra heldur óæskilegur í ljósi ólíks uppruna....