Andrea syngur
...glefsur úr lífi íslensk-franskrar fjölskyldu í úthverfi Parísarborgar...
 Allt gott um það að segja, fannst reyndar, eins og sjálfsagt mörgum, skrýtið að Eiríkur skyldi ekki skarta rauða hárinu, einkennismerkinu sjálfu, en jæja, það hlýtur að vera einhver pæling á bak við það. Ég er ótrúlega sátt við að Eiki skuli syngja fyrir okkur, mér hefur alltaf fundist hann frábær og þegar ég var langmest spennt fyrir keppninni, 1986, 9 ára gömul, og fannst Gleðibankinn ekki nógu sannfærandi, skildi ég án gríns ekkert í því af hverju við sendum ekki bara Gaggó Vest, aðalhittið þá, og GEÐVEIKT lag að mínu mati...!!
Allt gott um það að segja, fannst reyndar, eins og sjálfsagt mörgum, skrýtið að Eiríkur skyldi ekki skarta rauða hárinu, einkennismerkinu sjálfu, en jæja, það hlýtur að vera einhver pæling á bak við það. Ég er ótrúlega sátt við að Eiki skuli syngja fyrir okkur, mér hefur alltaf fundist hann frábær og þegar ég var langmest spennt fyrir keppninni, 1986, 9 ára gömul, og fannst Gleðibankinn ekki nógu sannfærandi, skildi ég án gríns ekkert í því af hverju við sendum ekki bara Gaggó Vest, aðalhittið þá, og GEÐVEIKT lag að mínu mati...!! Birkir var með mér í bekk í grunnskóla í 4 ár og er enginn venjulegur strákur. Hann þurfti að berjast við krabbamein aðeins 5 ára að aldri sem varð til þess að hann missti sjónina. Hann er afburðanáms- og íþróttamaður með húmorinn í lagi sem tekur lífinu með stóískri ró og ótrúlegum léttleika þrátt fyrir augljósa erfiðleika. Hann dúxaði næstum í Versló og fór þaðan í Yale, geri aðrir betur. Mér til mikillar ánægju komst ég að því í Kastljóssþættinum að hann hefur kynnst myndarlegri og geðþekkri stúlku og er nýbúin að eignast með henni barn. Meðan á meðgöngu stóð dró þó fyrir sólu hjá verðandi foreldrum því Birkir hefur greinst aftur með krabbamein, sem virðist þó til allrar hamingju vera læknanlegt. Áfram Birkir, þú sigrar auðvitað. Hér má sjá Birki í Kastljósinu.
Birkir var með mér í bekk í grunnskóla í 4 ár og er enginn venjulegur strákur. Hann þurfti að berjast við krabbamein aðeins 5 ára að aldri sem varð til þess að hann missti sjónina. Hann er afburðanáms- og íþróttamaður með húmorinn í lagi sem tekur lífinu með stóískri ró og ótrúlegum léttleika þrátt fyrir augljósa erfiðleika. Hann dúxaði næstum í Versló og fór þaðan í Yale, geri aðrir betur. Mér til mikillar ánægju komst ég að því í Kastljóssþættinum að hann hefur kynnst myndarlegri og geðþekkri stúlku og er nýbúin að eignast með henni barn. Meðan á meðgöngu stóð dró þó fyrir sólu hjá verðandi foreldrum því Birkir hefur greinst aftur með krabbamein, sem virðist þó til allrar hamingju vera læknanlegt. Áfram Birkir, þú sigrar auðvitað. Hér má sjá Birki í Kastljósinu.

Ekki fer mikið fyrir hefðarfrúardraumum hjá þessum vinkonum ennþá...
Nei, þetta er ekki nýfallinn snjór...
Heldur dásamleg ilmandi sumarblóm sem gleðja augað áður
en ég stekk inn í lestina á morgni hverjum 
Fórum um helgina í ferlega sniðugt vísindasafn, Cité des sciences, þar sem hannað hefur verið sérstakt vísindaleiksvæði fyrir börn, annars vegar 3-5 ára og hins vegar 5-12 ára. Það var svo frábært að fylgjast með Andreu, hún tók öllu mjög alvarlega, þegar hún aðstoðaði við byggingarvinnu, gerði við bíl og malaði korn. Hún var einstaklega ósátt þegar við þurftum að fara því hún hafði ekki fengið nægan tíma til að vinna hveitikornið áður en það fór í vinnslu hjá malaranum.
Búin að gera við bílinn, spenna öryggisbeltið sjálf og tilbúin á rúntinn...
 Brjálað að gera í byggingarvinnu
Svo að lokum, örstutt myndayfirlit frá góðum völdum stundum liðinna mánuða. Við eyddum jólunum með fjölskyldu Francois en komum heim um áramótin:
 Yours truly á góðri stundu í brúðkaupi Berglindar og Kidda ásamt tilvonandi eiginmanni
 Yours truly á góðri stundu í brúðkaupi Berglindar og Kidda ásamt tilvonandi eiginmanni
Og svo þar sem síðasta færsla birti myndir af tilvonandi afmælisstúlku, þá fylgja hér tvær myndir úr 4. ára afmælinu með bestu vinkonunum úr bekknum:
Dóttir mín var fyllilega sátt við litríku Dórukökuna, enda aðalhetjan um þessar mundir.