La vie en rose...

...glefsur úr lífi íslensk-franskrar fjölskyldu í úthverfi Parísarborgar...

30 júlí 2008

Arthur Már Thierry-Mieg

Dásamlegur drengur kom í heiminn á föstudagsmorgun, 25. júlí... með miklum látum!

Á fimmtudeginum fór ég að fá smá verki sem bentu til þess að hugsanlega væri von á piltinum aðeins fyrr en ég bjóst við. Þeir héldu áfram allan daginn en voru þó þannig að mér fannst langt í að ég færi upp á fæðingardeild. Ég ákvað um kvöldið að lesa mér aðeins til um hvenær það væri aftur sem maður þyrfti að leggja af stað og fann út að verðandi mæðrum á Íslandi er sagt að koma þegar 4-5 mínútur eru á milli hríða. Ég ákvað því að fara eftir þeim ráðum og lá uppi í rúmi til kl. 3 og mældi samviskusamlega tímann á milli verkja, hann var um 10 mínútur að öllu jöfnu, sem sagt nokkuð í að ég þyrfti að leggja af stað. Ég gat hins vegar engan veginn sofið og ákvað því að fara að strauja rúmföt, eitthvað sem ég hef aldrei gert um ævina! Ég straujaði og straujaði og klukkan hálffimm setti ég niður síðasta dótið í ferðatöskuna sem ég var búin pakka niður í til að fara með á fæðingarheimilið.

Að því komnu ákvað ég að taka því rólega upp í rúmi og halda áfram að taka tímann milli hríða. 8 mínútur, stundum 10, stundum 6... enn svolítið í þetta. Ekkert óbærilegt enn. Tíminn leið og klukkan 7:15 var staðan enn sú sama en ég nennti ekki að hanga lengur uppi í rúmi, fór í sturtu og kallaði svo í Francois að það væri kannski kominn tími til að leggja í hann. Þá loksins gerðist eitthvað fyrir alvöru. Ég fann að vatnið var farið að leka nokkuð mikið og mér var orðið mjöööög illt.

Klukkan var orðin átta og ég hölti út í bíl, ansi illa haldin. Francois þurfti að koma töskunum út í bíl, læsa húsinu og fimm mínútum síðar vorum við lögð af stað. Þar sem ég lá í framsætinu og kvaldist mjög horfði ég á klukkuna í bílnum.... nú voru allt í einu innan við tvær mínútur á milli hríða. Mér stóð ekki á sama. Fæðingarheimilið er í um 20 mínútna akstursfjarlægð þegar það er engin umferð. Þarna var klukkan rúmlega átta um morguninn og margir á leið í vinnu. Við ókum á 35 kílómetra hraða í dágóða stund, og ég gólaði eins og kvalið dýr nánast á mínútu fresti. Francois var orðin ansi stressaður út af umferðarteppunni og ég ákvað að vera ekkert að segja honum að fæðingin væri nánast yfirvofandi - hann gat hvort eð er ekki farið hraðar.

Klukkan 8:30 komum við loksins til St-Germain-en-Laye og þá þurfti ég að vísa honum veginn að fæðingarheimilinu, liggjandi, gólandi í framsætinu! Hann stoppaði svo fyrir beint fyrir utan, á miðri götunni, hljóp inn og bað um að ég yrði sótt. Á þeim tímapunkti fann ég ekki lengur fyrir höndunum mínum vegna oföndunnar! Tvær ljósmæður komu með hjólastól, 3 mínútum síðar, og keyrðu mig inn í skoðunarherbergi. Þar klöngraðist ég svo upp á bekk og lét ljósmæðurnar skoða mig. Ég var með 10 í útvíkkun! Ég rembdist tvisvar og klukkan 8:40 var Arthur Már kominn í heiminn, 14 og hálf mörk og 53 cm. Hann er yndislegur!


Fyrsta myndin af mömmu og Arthuri Má


Aumingja Francois missti af fæðingunni, hann var að leggja bílnum!

Svooooo sætur!

Stoltur faðir



Og stoltasta stóra systir í heiminum!




Mamma, pabbi, Andrea og Arthur á afmælisdaginn minn, 28. júlí

Fyrsta fjölskyldumyndin

Eftir 5 daga á fæðingarheimili Lúðvíks XIV var kominn tími til að fara heim


Loksins komin heim!

19 Comments:

At 8:55 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

OMG OMG OMG EN DÁSAMLEGT :) innilega til hamingju með drenginn, hann er æðislegur - og þú ert algjör hetja, aumingja Francois greyið að missa af öllu saman... gangi ykkur vel fallega fjölskylda :)

 
At 11:44 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ hæ og til hamingju öll með þennan dásamlega snáði. Við amma - Gréta skoðuðum myndirnar saman og erum sammála um að hann er yndislegur. Gaman að sjá hve stóra systir er stolt af bróa! Bestu kveðjur til ykkar allra fra okkur hér á Egilsstöðum,
Hera og Amma Gréta

 
At 12:27 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Innilega til hamingju með þennan dásamlega fallega dreng elsku fjölskylda. Gott að allt gekk svona vel. Svakalega er stóra systir stolt ;0)
knús Björg, Ási, Freyr og óskírði drengurinn

 
At 2:13 f.h., Blogger Jonni said...

Vá ... svaka saga líka!

Miklar hamingjuóskir með litla prinsinn ... hann er svaka handsome :)

Kveðjur frá Íslandi.

Jonni (úr Ölduseli) og fjölskylda.

 
At 1:34 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Fallega fjölskylda til hamingju með litla draumaprinsinn,hann er yndislegur. Ég fékk alveg sting í magann þegar ég las fæðingarsöguna, svo spennó. Þetta var ekkert smá flott hjá ykkur og þú algjör snilli Lilja, bara heima að dúlla þér með hríðirnar. Aumingja Francois að missa af fæðingunni.
Hafið það sem allra best og njótið fyrstu dagana saman.
Ég hlakka til að sjá fleiri myndir af Arthúri Má.
Oog innilega til hamingju með afmælið þitt elsku Lilja mín, veit að afmælisdagurinn hefur verið góður, með manni,börnum og mömmu þinni og pabba.

Bestu keðjur,
Berglind,Kiddi, Jón Tómas og Kári

 
At 4:36 e.h., Blogger Unknown said...

Hæ og Innilega til hamingju með litla prinsinn, hann er ekkert smá mikið bjútí !!!
Þetta hefði greinilega ekki mátt tæpara standa og stóra systirin greinilega ofsalega stollt með litla bróður.
Bestu kveðjur af klakanum
Sigga (MR)

 
At 8:48 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Elsku Lilja. Innilegar hamingjuóskir með litla prinsinn, ekkert smá flottur drengur á ferð :o) Frábært að heyra hvað þetta gekk vel.
Til lukku með afmælið á mánudaginn :ox

Kær kveðja, Sigurveig og co.

 
At 1:10 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Innilega til hamingju með þennan dásamlega dreng - og þvílík lesning sem þessi fæðingarsaga er :D Vonandi hafið þið það sem best :)

 
At 12:13 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ Lilja mín og fjölskylda. Innilega til hamingju með þennan myndalega dreng og til hamingju með afmælið.
Kveðja Helga Leifs og fjölskylda

 
At 5:01 e.h., Blogger Óli Helgi said...

Innilega til hamingju Lilja og fjölskylda. Hafið það sem allra best.
Félicitations Francois!
Óli Helgi (Aix).

 
At 12:28 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Elsku Lilja og Francois, til hamingju með yndislegan son og Andrea til hamingju með litla bróður!

Bisous, Rósa

 
At 6:28 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju öll!
Mikið er hann myndarlegur drengurinn, alveg dásamlegur!

Anna Karen, Bjössi, Bjarni og Sólveig

 
At 9:12 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Lilja, Francois og Andrea.
Hjartanlega til hamingju með Arthur Má.
Gangi ykkur allt í haginn.
Bestu kveðjur,
Guðlaug og Geir Rögnvalds.

 
At 9:03 e.h., Blogger Deeza said...

Ekkert smá sætur! Til hamingju með piltinn :)

 
At 2:02 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Innilega til hamingju með litla herramanninn! Ekkert smá flottur. Stóra systir æðisleg í sínu hlutverki. Hlakka til að sjá fleiri myndir.
Kv. Sirrý

 
At 12:38 e.h., Blogger Unnur Gyda Magnusdottir said...

Elsku Lilja og fjölskylda.
Innilega til hamingju með litla kútinn. Hann er alveg yndislegur.
Kveðja, Unnur Gyða og co.

 
At 3:12 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég verð svo stressuð þegar ég les söguna.
Og þú ert svo tillitsöm eiginkona Lilja. Sé ekki margar fyrir mér setja það í forgang að hlífa aumingja eiginmanninum, svona sárkvaldar og áhyggjufullar.
... en á móti kemur að ég hef heldur ekki séð margar konur líta jafn svakalega vel út og þú nokkru eftir kraftaverkið ;-)

Bestu kveðjur til stóru systur

 
At 12:22 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Elsku fjölskylda, enn og aftur til hamingju með dásamlega drenginn. Lilja mín, ótrúlegt að vera svona róleg og yfirveguð með bullandi hríðir og greyið Francois að missa af fæðingunni! Það sést á myndunum að þið öll ljómið af hamingju :)Gangi ykkur vel. Kv. Magga og co.

 
At 3:35 e.h., Blogger Arna B. said...

Innilega til hamingju með nýjasta fjölskyldumeðliminn:) Hann er ekkert smá fallegur og flottur. Hlakka til að sjá hann í september þegar ég kem til Frakklands.
Knús,
Arna og co.

 

Skrifa ummæli

<< Home